Monday, February 18, 2008

Segjast ekki tengjast heimasíðu til höfuðs Steinþóri


ÉG var á fundinum í söludeildinni í dag. Þar vorum við pínd til að skrifa undir að við stæðum ekki fyrir þessari heimasíðu , http://www.slaturfelagid.com/ með haglabyssuna nánast í kjaftinum.
Sigga og Herborg sem eru ný búnar að segja upp vegna óánægju stjórnuðu fundinum en Gunnar Grétar var með ásakanir í garð fyrrverandi starfsmanna. Það er helvíti fyndið að halda því fram að fyrrum starfsmenn sem vilji fyrirtækinu illt vilji að skipt verði um forstjóra þegar allir vita að það er best að gera það ekki .

Svo skil ég ekki hvers vegna er verið að ráðast svona að okkur í söludeildinni. Það erum jú ekki bara við í söludeildinni sem höldum úti þessari síðu heldur starfsfólk úr nánast öllum deildum fyrirtækisins. Og það er klárlega ekki ástæðulaust hvers vegna nafnleyndar okkar allra verður að gæta !

4 comments:

Anonymous said...

Ég var starfsmaður hjá SS í tæp tuttugu ár. Ég sagði starfi mínu lausu þegar mér fannst stjórnun þess vera orðin hreint og beint bull. Hver starfsmaður á fætur öðrum hefur hætt síðustu tvö árin vegna lélegra launa og lélegrar stjórnunar í kjölfar þess að forstjóri SS hefur látið stjórnendur fara trekk í trekk þar sem þeir hafa haft kjark í að standa upp í hárinu á honum. Þeir sem eru á neðri hæðinni í SS virðast ávalt hafa verið annan flokks hjá forstjóra, fjármálastjóra og starfsmannastjóra. Eins og sagt var hér að ofan þá er fólkið undir þeim tölur og kostnaður. Á sínum tíma gekk vel að þjónusta viðskiptavinum í flestum deildum en fólk fékk nóg eftir að stjórnendur voru látnir fara í stað einhverra sem voru engan vegin starfi sínu vaxnir en forstjórinn hafði trú á og skipti út til að geta borgað lægri laun. það getur varla verið að ástæðulausu sem allt þetta fólk hefur hætt síðustu tvö ár og að starfsfólk skuli halda úti þessari síðu. Ég hætti hjá SS þar sem stjórnunin var orðin léleg en ekki að því að einhverjir séu slæmir menn. Ég vona svo sannarlega að þetta nái að snúast og að það verði ánægt starfsfólk eins og var hérna einu sinni :)

Anonymous said...

Starfsmannavelta fyrirtækisins á síðustu 2 árum hlýtur að telja 100 manns. Þar á meðal voru starfsmenn sem höfðu unnið hjá SS í 20 til 50 ár !!

Anonymous said...

Ég verð að jáa þig. Þetta er nákvæmlega eins og ég hefði skrifað þetta. Þú varst á undan mér. Þó vann ég ekki hjá SS í tuttugu ár. Það tók mig ekki mörg ár að sjá hvernig litið var á starfsfólk fyrirtækisins. Ég var einn af þeim starfsmönnum sem svaraði fyrir mig, það dugði ekki til og hafði ekkert að segja. Ég gat bara átt mig ef ég taldi mig ekki vera lengur ánægðan starfsmann fyrirtækisins. Ég sá ekki fram á annað en að segja upp starfi mínu hjá Sláturfélaginu.

Á sínum tíma var starfandi mjög hæfur og góður yfirmaður á neðri hæðinni hjá SS. Hann var búin að starfa hjá fyrirtækinu í tugi ára. Hann starfar ekki lengur hjá fyrirtækinu. Þegar hann lét af störfum komu aðrir yfirmenn sem stóðu mjög stutt við hjá fyrirtækinu. Sumir að mínu og annarra mati óhæfir eða starfi sínu ekki vaxnir. Forstjóri fyrirtækisins hlýtur að þurfa endurskoða stöðu sína hjá fyrirtækinu og taka sig verulega á í starfi, áður en allt fer í meira óefni. Starfsmannastjóri fyrirtækisins þarf verulega að endurskoða framkomu sína ofl. gagnvart starfsmönnum fyrirtækisins. Starfsmannastjóri SS hefur leyft sér að tala niður til starfsmanna Sláturfélagsins oftar en einu sinni og á það ekki að líðast.

Bændur, hvar væruð þið án okkar? Hvað ætlið þið að gera í málunum, á bara að þegja þetta í hel og eða neita horfast í augu við vandamálin? Bendir þessi síða ekki til þess að þið þurfið að grípa inn í og fara alvarlega ofan í bæði stjórnunarhætti fyrirtækisins og starfsmannamálin. Vandamálin leysast ekki án ykkar afskipta, það er alveg búið að sýna sig á þessum tveimur árum sem vandamálin hafa staðið yfir hjá fyrirtækinu.

Það má alveg minnast á það sem er í lagi, ef eitthvað er og það sem betur má fara. Ég segi eins og fyrri skrifari hér að ofan, það er engin að segja að þeir séu slæmir menn, heldur er framkoma og stjórnun þeirra á fyrirtækinu miður góð sem kemur óhjákvæmlega niður á starfsfólki þess.

Anonymous said...

Ég er fyrrverandi starfsmaður SS, ég verð að taka undir það sem hér kemur fram. Virkilega sorglegt að sjá hvernig fyrir SS er komið og eigendur fyrirtækisins hljóta að krefjast skýringa frá stjórnendum fyrirtækisins og ekki síst stjórn fyrirtækisins sem ber mikla ábyrgð í þessu máli. Staðreynd málsins er sú að bændur eru endalaust blekktir í að trúa því að starfsumhverfi sé slæmt og erfitt að reka þetta fyrirtæki - ég spyr: flestöll fyrirtæki skiluðu mjög góðum rekstrarhagnaði á síðasta ári, er hagnaður SS ásættanlegur í augum eigenda?


Heyrði viðtal við forstjórann á bylgjunni í gær ... held að hann og Villi ættu bara að pakka saman og fara saman í frí.