Wednesday, February 20, 2008

Hjálp !


Ástandið hér innan húss er vægast sagt orðið óbærilegt. Þögnin er ríkjandi , við öll erum farin að hvísla og loka að okkur hurðum. Andrúmsloftið mætti skera með demanti. Það er leitað að sökudólgum út um allt.

Og ekki bætir viðtalið við forstjórann í DV í dag ástandið. Nú á lögreglan að rannsaka hver okkar vilja skipta um forstjóra ! Er það honum til framdráttar ?

Mórallinn er orðinn svo slæmur að áflog brjótast út þegar við förum að skemmta okkur saman. Jafnvel í keilu þar sem einn starfsmaður nefbrotnaði og annar gisti fangageymslur. Þetta var eitt það ógeðslegasta sem ég hef séð ! Hvernig verður árshátíðin eiginlega þar sem við öll mætumst ?
Það eru stöðugar vantanir á vörum en ég held að okkur sé flestum orðið sama. Viðskiptavinirnir gera stöðugt grín að þessum aðstæðum og það er farið að brjóta móralinn ennþá meira hjá okkur, maður fær engann vinnufrið !

Og ekki er ástandið skárra á Hvolsvelli og Selfossi. Starfsfólkið þorir ekki lengur í bæinn. Og enginn vill hitta forstjórann.

Enginn þorir að hreyfa sig neitt eða gera nokkuð án þess að bera það undir forstjórann . Það er allt lamað hér á Fosshálsi.

Allir þeir sem búnir eru að segja upp geta ekki beðið eftir að fá að hætta áður en uppsagnarfresturinn rennur út. Aðrir eru að leita sér að vinnu svo þeir geti hætt.

Fólk er farið að grínast með það að Steinþór verði einn eftir. Þá getur hann verið leiðinlegur í 430 störfum til viðbótar.

Jónas ,

okkur líður hryllilega illa í vinnunni. Við treystum á það að hlutirnir fari að lagast. Við erum dyggir starfsmenn og viljum fyrirtækinu vel, þessvegna erum við hér ennþá. Það gæti verið einstaklega gaman að vinna hérna.

Nú er nóg komið. Þú verður að skera okkur niður úr snörunni!

1 comment:

Hilmarx said...

Hvar sæki ég um starf er haldin losta fullum BDSM hugsunum og held að þessi staður henti mér frábærlega.