Thursday, February 28, 2008

Hver er sá truflaði ?

Tekið af DV.is :

„Mórallinn er orðinn það slæmur að slagsmál brjótast úr þegar við förum að skemmta okkur saman. Jafnvel í keilu þar sem einn starfsmaður nefbrotnaði og annar gisti fangageymslur. Þetta var eitt það ógeðslegasta sem ég hef séð,“ segir í færslu inn á vefsvæðinu slaturfelagid.com.

Heimasíðan var sett upp til höfuðs forstjóranum Steinþóri Skúlasyni en þar er hann sakaður um að vera óhæfur í starfi og sé kominn langt með að drepa niður vinnuandann. Steinþór segir að hin meintu áflog hafi ekkert með innanhússdeilurnar að gera. Hann hafi ekki heyrt af þessum áflogum sjálfur og sá sem hafi ritað færsluna sé líklega truflaður fyrrverandi starfsmaður.

Sjá nánar í DV í dag. Slóð á DV.is : http://dv.is/frettir/lesa/5705

2 comments:

Anonymous said...

Ég myndi ekki treysta þessum manni til að fara út með hundinn minn !

Anonymous said...

Ég gæti trúað honum til þess að setja hundinn þinn í pylsugerðina.